„Enginn ætti að stunda framhjáhald“

Yvonne Connolly og Ronan Keating á meðan allt lék í …
Yvonne Connolly og Ronan Keating á meðan allt lék í lyndi. Skjáskot Independent

Söngvarinn Ronan Keating segist ekki harma að hjónaband hans og fyrrverandi eiginkonunnar, Yvonne Connolly, hafi liðið undir lok. Hjónin höfðu verið gift í 13 ár þegar leiðir skildu, en þau eiga þrjú börn.

Keating, sem þekktastur er fyrir að hafa verið meðlimur drengjasveitarinnar Boyzone, skildi við konu sína árið 2011 eftir að upp komst að hann hafði haldið við dansara sem starfaði með sveitinni.

„Enginn ætti að stunda framhjáhald. Ef maður hefur nógu stórar hreðjar til þess að fara heim og segja maka sínum að sambandinu sé lokið er það auðvitað best í stöðunni. En við erum veiklunduð. Við gerum það ekki. Þannig að já, ég særði fólk. Og mér þykir það leiðinlegt“ sagði söngvarinn, sem í fyrra gekk að eiga unnustu sína, Storm Uechtritz.

„Ég sé ekki eftir hjónabandi mínu, ég vildi losna úr því. Það kom meira til heldur en framhjáhald og augljóslega var sambandið slæmt áður en til þess kom.“

„Í gegnum árin hef ég haldið mér saman og tekið á mig alla sök vegna barnanna minna og fyrrverandi konu minnar. En nú er nóg komið. Það eru tveir í sambandi og ef það gengur ekki upp er yfirleitt að finna fleira en eina ástæðu fyrir því.“

Frétt Independent.

Storm Uechtritz og eiginmaður hennar, Ronan Keating.
Storm Uechtritz og eiginmaður hennar, Ronan Keating. Skjáskot Independent
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler