Felix nýr yfirmaður meindýravarna

Kötturinn Felix í nýja búningnum.
Kötturinn Felix í nýja búningnum. ljósmynd/Facebook

Kötturinn Felix hefur staðið sig eins og hetja við að veiða meindýr á lestarstöðinni Huddersfield í Englandi. Vegna velgengi sinnar í starfi hefur Felix verið veitt stöðuhækkun og er hann nú titlaður yfirmaður meindýravarnadeildar á lestarstöðinni. Titlinum fylgir afar krúttlegur búningur sem Felix klæðist á meðfylgjandi myndum.

Felix hóf störf á stöðinni aðeins níu vikna gamall en í laun fyrir störf sín fær hann alls kyns góðgæti. Á starfstíma sínum hefur hann passað upp á það að lestarstöðin sé laus við meindýr á borð við mýs og rottur.

Þegar lítið er um að vera á stöðinni situr Felix gjarna við miðasöluna og fylgist með vegfarendum fara leið sína.

Nýlega voru settar upp öryggishindranir á lestarstöðinni en þá var að sjálfsögðu gert ráð fyrir Felix og sett kattarlúga á hindranirnar þannig að hann kæmist leiðar sinnar.

Felix hefur vakið mikla athygli á lestarstöðinni og því hefur verið stofnuð Facebook-síða um ævintýri hans.

Frétt The Huffington Post

 

 

What a week it's been. 5,000 likes and countless press articles from all over the world. Today though I will mostly be chasing pigeons off Platform 1.

Posted by Felix the Huddersfield Station Cat on Thursday, 4 February 2016






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler