Legslímuflakkið setti strik í reikninginn

Lena Dunham er ófeimin við að tjá sig um legslímuflakkið.
Lena Dunham er ófeimin við að tjá sig um legslímuflakkið. AFP

Nýjasta þáttaröðin af Girls er við það að fara í loftið, en Lena Dunham mun ekki taka þátt í kynningarstarfi vegna veikinda. Í raun og veru setti læknirinn henni stólinn fyrir dyrnar og bannaði henni allt flakk og fjölmiðlabrölt.

„Hæ kæru vinir, ég vildi bara láta ykkur vita að ég er ótrúlega spennt fyrir endurkomu Girls sem snýr aftur 21. febrúar. Ég get þó ekki tekið þátt í kynningarstarfinu“ greindi Dunham frá á Instagram-síðu sinni.

„Eins og mörg ykkar vita þjáist ég af legslímuflakki, langvinnum sjúkdómi sem hefur áhrif á allt að eina af hverjum 10 konum. Um Þessar mundir er ég að ganga í gegnum erfitt tímabil og líkaminn minn, ásamt mínum frábæra lækni, setti mér stólinn fyrir dyrnar og sögðu mér að nú þyrfti ég að hvílast.“

Þáttaröðin sem á næstu dögum fer í loftið er sú fimmta, og jafnframt næst síðasta. Ekki hefur enn verið gefið út hvenær sú sjötta verður frumsýnd.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson