Naktir túristar troða sér í fótalaug

Ferðamennirnir létu fara vel um sig í fjörunni úti á …
Ferðamennirnir létu fara vel um sig í fjörunni úti á nesi. Ljósmynd: Grímkell Pétur Sigurþórsson

Grímkell Pétur Sigurþórsson var í gönguferð ásamt konu sinni, dóttur og vinum hennar við Gróttu á Seltjarnarnesi þegar hann sá sér til mikillar furðu tvo ferðamenn sem höfðu afklæðst og komið sér fyrir í lítilli laug þar sem er vinsæl til fótabaða. 

Laugin er útilistaverk eftir Ólöfu Nordal og er gerð úr heilum grágrýtissteini og í  hana rennur jarðhitavatn úr borholum Seltjarnarness. 

„Við vorum bara í sunnudagsgöngutúr á þessum fallega en kalda degi," segir Grímkell sem ætlaði að sýna börnunum hvalabeinagrind í fjörunni í samtali við mbl.is. „Ég var mjög hissa þegar ég sá ferðamennina, ég hefði aldrei ímyndað mér að það kæmist ein manneskja og hvað þá tvær ofan í þessu pínulitlu fótalaug. Ég hugsaði bara, vel gert.“

Laugin er útilistaverk eftir Ólöfu Nordal og er gerð úr …
Laugin er útilistaverk eftir Ólöfu Nordal og er gerð úr heilum grágrýtissteini. .Ljósmynd: Grímkell Pétur Sigurþórsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson