Sífellt erfiðara að fækka fötum

Lena Dunham bjóst í upphafi ekki við því að Girls …
Lena Dunham bjóst í upphafi ekki við því að Girls myndu hljóta svo mikla athygli eins og raun ber vitni. AFP

Kvikmyndagerðarkonan Lena Dunham viðurkenndi á dögunum að henni þætti sífellt erfiðara að fækka fötum fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsþáttunum Girls.

„Þegar ég byrjaði að vinna að þáttunum var ég einhleyp og enginn vissi hver ég var. Vinnan mín var lífið mitt, þannig að þegar ég afklæddist fyrir framan myndavélarnar var það bara framlenging á því“ lét Dunham flakka í viðtali.

„Það hvarflaði ekki að mér að sjónvarpsgagnrýnendur og fólk á netinu myndi sjá þetta. Nú, hvort sem mér líkar betur eða verr, fæ ég stöðugt að heyra viðbrögðin við þessu.“

Fimmta þáttaröðin af Girls fer í loftið á næstu dögum, en Dunham mun ekki taka þátt í kynningarstarfsemi hennar vegna heilsufarsvandamála, en hún þjáist af legslímuflakki.

Frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant