Þarf að greiða 1 evru fyrir sjálfsmynd

Brahim Zaibat
Brahim Zaibat AFP

Franski dansarinn Brahim Zaibat var í gær dæmdur til þess að greiða eina evru í sekt fyrir að hafa laumast til þess að taka af sér ásamt Jean-Marie Le Pen, stofnanda og fyrrverandi formanni Front National (Þjóðfylkingarinnar) steinsofandi í flugvél.

Zaibat, sem er fyrrverandi elskhugi Madonnu, var einnig dæmdur til þess að fjarlægja myndina af samfélagsvefjum en henni hefur verið deilt áfram í 12 þúsund skipti á Twitter frá 12. desember sl. Myndin er hins vegar tveggja ára gömul.

Myndin er tekin í flugvél á milli Parísar og Nice en á henni sést Le Pen, 87 ára, steinsofandi, með höfuðið hallað aftur og galopinn munn. Á bak við sést Zaibat glottandi.

Með færslunni hvetur Zaibat (en hún er sett inn daginn fyrir héraðskosningarnar) fólk til þess að nýta sér kosningarétt sinn og losa sig við FN. Með því verði bræðralagi Frakka viðhaldið.

Le Pen höfðaði mál gegn Zaibat og sakaði hann fyrir brot á friðhelgi einkalífsins og brot á höfundarrétti. Fór hann framá að fá greiddar 50 þúsund í miskabætur og að myndin yrði fjarlægð af samfélagsmiðlum.

Það er niðurstaða héraðsdóms í parís að á sama tíma og myndin væri gamansöm og notuð til þess að senda pólitísk skilaboð þá bryti birting hennar gegn einkarétti Le Pen á að nota myndir af sjálfum sér. Hins vegar væri myndin hvorki niðurlægjandi né meiðandi. Þess vegna væru eðlilegar bætur 1 evra, 143 krónur. Jafnframt var dansaranum gert að greiða málskostnað Le Pen, 3 þúsund evrur, sem svarar til 430 þúsund króna.

Zaibat var gert að fjarlægja myndina innan tveggja sólarhringa eða greiða eitt þúsund evrur í sekt á dag. Lögfræðingur Zaibats, Vincent Toledano, segir að dómnum verði áfrýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant