Biðinni lýkur sunnudaginn 21. febrúar

Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir.
Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir. Stilla úr Ófærð

Best varðveitta leyndarmál síðari ára í sjónvarpi verður afhjúpað sunnudaginn 21. febrúar, en ákveðið hefur verið að sýna tvo síðustu þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð sama kvöld.

„Við vildum verðlauna áhorfendur fyrir þessar frábæru viðtökur sem þáttaröðin hefur fengið með því að stytta biðina erfiðu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.

„Það hefur verið alveg einstaklega gaman að fylgjast með vangaveltum við kaffivélalarnar og á samfélagsmiðlum, og ennþá skemmtilegra verður að upplifa viðbrögðin þegar því hefur verið ljóstrað upp.“

Allt bendir til að þess að mikið verði horft á sjónvarp þessa helgi, því ekki einungis verður tvöfaldur lokaþáttur af Ófærð á dagskrá, heldur munu úrslitin í Söngvakeppninni 2016 fara fram kvöldið áður. Þar verður öllu tjaldað til, enda eiga Íslendingar 30 ára þátttökuafmæli í hinni vinsælu Eurosivion-söngvakeppni.

Ófærð hefur notið fádæma vinsælda síðan sýningar hófust í desember og að jafnaði fengið í kringum 60% áhorf.

Þá er óhætt að segja að þáttaröðin hafi vakið mikla eftirtekt erlendis, en sýningar eru hafnar í Noregi, Finnlandi og Frakklandi. Ríflega 5 milljónir manna horfðu til að mynda á fyrstu fjóra þættina sem sýndir voru síðastliðið mánudagskvöld í Frakklandi. Þáttaröðin hefur að auki fengið jákvæða dóma í erlendum fjölmiðlum og gaf Le Parisien þáttaröðinni til að mynda fjórar stjörnur.

Frétt mbl.is: Fimm milljónir horfðu á Ófærð 

Hulunni verður svipt af morðingjanum þann 21. febrúar.
Hulunni verður svipt af morðingjanum þann 21. febrúar. Stilla úr Ófærð
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson