„Fólk er bara fólk“

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer seinni und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Sex lög taka þátt í keppn­inni líkt og fyrra kvöldið. Næstu vik­una mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

Alda Dís Arnardóttir er ekki ókunnug sjónvarpskeppnunum því þessi unga og hæfileikaríka söngkona fór með sigur af hólmi í Ísland Got Talent á síðasta ári.

Hún flytur lagið „Augnablik“ eftir þau Ölmu Guðmundsdóttur, kenndri við Nylon og síðar The Charlies og James Wong en eins og mbl.is greindi frá á Wong meðal annars lag á nýjustu plötu Justin Bieber.

Alda segir þær Ölmu hafa ákveðið að gera Eurovisionlag saman í ágúst síðastliðnum en að Alma og umboðsmaður Öldu, Steinunn Camilla, hafi rætt það sín á milli áður. 

Hvað Wong varðar segir Alda skrítið að vinna með manni með tengsl við fyrrnefnda poppstjörnu - en samt ekki. „Ég hef sko aldrei hitt Jimmy,“ segir hún og hlær en bætir því við að hún hafi þó spjallað við hann nokkrum sinnum. „Fólk er bara fólk, þó að hann sé að semja fyrir Justin Bieber þá er fólk samt bara fólk.“

„Lagið fjallar um að njóta augnabliksins, að hugsa ekki of mikið um gærdaginn og heldur ekki of mikið um morgundaginn heldur lifa í núinu,“ segir Alda Dís sem samdi íslenskan texta lagsins ásamt Ölmu. Hún segir lagið eiga vel við í samfélagi nútímans þar sem hlutirnir ganga hratt fyrir sig og margir missa sjónar af því sem skiptir máli.

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson