„Líkt og andremma eftir drykkjutúr“

Matthew Perry er þekktur í hlutverki Chandler Bing í friends.
Matthew Perry er þekktur í hlutverki Chandler Bing í friends. mbl.is/Cover Media

Gagnrýnendur fóru ekki fínt í hlutina þegar þeir fjölluðu um nýjasta leikrit hins vinalega Matthew Perry, sem frumsýnt var í London í gær. Leikritið nefnist The End of Longing og segir frá fjórum týndum sálum sem berjast við áfengisfíkn.

„Mér líður eins og þetta sé sóun á tíma, peningum og fyrirhöfn og ég er viss um að ég var ekki eini áhorfandinn sem þráði að sýningin myndi fljótt taka enda“ sagði Dominic Cavendish, gagnrýnandi The Telegraph.

Holly Williams, sem skrifar fyrir The independent segir að: „Klisjurnar hans Perry jafnast á við andremmu morguninn eftir drykkjutúr“ og bendir jafnframt á að Perry, sem einnig er höfundur verksins, hafi úthlutað sjálfum sér bestu línunum.

Michael Billington, gagnrýnandi The Guardian, var heldur ekki frá sér numinn: „Leikritið minnir á langdregna sápuóperu þar sem lítið má lesa á milli línanna.“

Ekki voru þó allir jafn neikvæðir, því verkið fékk ágæta dóma á vefsíðunni What‘s on Stage, þegar Michael Coveney sagðist hafa notið leikritsins, sem og frammistöðu leikaranna.

Frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson