Föðmuðust í 40 stundir

Monica og Lars Schmidt finnst gott að knúast. Mynd fengin …
Monica og Lars Schmidt finnst gott að knúast. Mynd fengin af Facebooksíðu keppninnar.

Ástfangið par í Danmörku setti heimsmet í gær þegar það hafði faðmast í rúmar fjörutíu klukkustundir. Auk heiðursins fengu þau 10.000 danskar krónur í verðlaun, jafnvirði 190.000 kr.

Þau Monica og Lars Schmidt voru að vonum þreytt eftir að hafa haldið út í 40 klukkutíma, 43 mínútur og 47 sekúndur. Þau voru síðasta parið sem hélt út í keppni sem var skipulögð af útvarpstöðinni Radio Globus og verslunarmiðstöðinni Toosbuys Torv í bænum Bredebro á Jótlandi í tilefni af Valentínusardeginum. Alls tóku tíu pör þátt, að því er segir á fréttasíðunni The Local.

Sigurinn var vís klukkan 01:43 að dönskum tíma aðfararnótt föstudags þegar Heidi Laumann og Jesper Thomasen gáfust upp. 

Pörin áttu að standa innan hrings, sem var 60 cm í þvermál, og áttu þau að faðmast eins lengi og þau gátu. Keppendur fengu að taka 10 mínútna pásu á tveggja tíma fresti. 

Það sem fékk Monicu og Lars til að þrauka svona lengi var einfaldlega sú staðreynd að þau þurftu á peningunum að halda.

TV Syd segir að gamla metið hafi verið 24 klukkustundir og 13 mínútur.

„Þetta var bæði erfitt andlega og líkamlega, en þetta var líka skemmtilegt. Næturnar voru sérstaklega erfiðar en við erum góð í því að styðja hvort annað, sem er líklega ástæðan fyrir því að við þraukuðum svo lengi,“ er haft eftir parinu ástríka.

KLOKKEN 1:43:47 SKETE DET...KRAMMERIERNE FIK (desværre) EN ENDE :) Det føltes så skønt med al den kærlighed i...

Posted by Café Sko on 11. febrúar 2016
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant