Murray lét farsíma fljúga fram af þaki

Bandaríski leikarinn Bill Murray hefur boðist til að greiða fyrir farsíma sem hann skemmdi þegar hann fleygði þeim fram af húsþaki veitingahúss í Kaliforníu eftir að eigendur staðarins reyndu að taka myndir af Murray.

Fréttasíðan TMZ greinir frá því, að Murray hafi ekki verið sáttur þegar æstir aðdáendur urðu varir við hann í bænum Carmel og reyndu að ná af honum myndum. Leikarinn er sagður hafa rifið a.m.k. tvo síma af fólki áður en hann kastaði þeim, en atvikið átti sér stað á veitingahúsinu Vesuvio. Staðurinn er með veitingaaðstöðu á þaki hússins.

Lögreglumenn komu á staðinn og ræddu þeir við Murray. Hann var hins vegar ekki kærður. Eigendurnir sættust á að fá greiddar bætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant