Ætla ekki að eyðileggja Picasso

Tête de Faune málverkið eftir Pabla Picasso. Það er núna …
Tête de Faune málverkið eftir Pabla Picasso. Það er núna óhult og verður ekki skemmt.

Útgáfufyrirtækið Cards against humanity, sem er hvað þekktast fyrir samnefnt spil, sem hefur farið sigurförum um heiminn, ákvað að hlífa málverkinu Tête de Faune eftir sjálfan Pablo Picasso.  Hafði fyrirtækið gefið viðskiptavinum sínum tækifæri á að kjósa um að láta skera málverkið í 150 þúsund bita með leisigeisla þar sem hver og einn átti að fá lítið brot sent í pósti eða að gefa listaverkið til myndlistasafns í Chicago. Niðurstaða viðskiptavinanna var að frekar ætti að ánafna það myndlistasafninu.

Forsaga málsins er að fyrirtækið kynnti hugmynd í desember um átta gjafir sem yrðu sendar til viðskiptavina sem tækju þátt í verkefninu. Ekki var gefið upp um hvaða gjafir væri að ræða. 150 þúsund manns vildu taka þátt og greiddu fyrir það.

Fyrstu þrjár gjafirnar voru sokkar, fjórða gjöfin var fjárfesting í skuldabréfum og sú fimmta var framlag til NPR (National public radio) útvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum. Sjötta gjöfin var svo launaður frídagur fyrir starfsmenn prentverksmiðju í Kína sem hefur undanfarin ár séð um að prenta spilin fyrir fyrirtækið.

Þegar kom að sjöundu gjöfinni ákváðu forsvarsmenn Cards against humanity að kaupa upprunalegt Picasso málverk. Báðu þeir viðskiptavinina um að kjósa um örlög málverksins.

Eins og nafn fyrirtækisins og spilsins gefur til kynna er spilið ekki beint þekkt fyrir að vera pólitískt rétthugsandi og var því fróðlegt að sjá hver niðurstaða viðskiptavinanna var. Þrátt fyrir að einhverjir hafi jafnvel búist við að spilarar svona spils væru illa innrættir reyndist niðurstaða þeirra vera sú að tæplega þrír fjórðu hlutar þeirra vildu hlífa málverkinu og ánafna það myndlistasafninu. Þegar niðurstöðurnar voru birtar kom aftur á móti í ljós skemmtileg tölfræði þar sem íbúar Suður-Karólínu voru ákafastir í að eyðileggja málverkið.

Til fróðleiks var áttunda gjöfin svo í formi þess að keyptur var gamall kastali á Írlandi og voru allir 150 þúsund einstaklingarnir tilnefndir konungar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson