Fólk skemmtilega ósammála

Greta Salóme Stefánsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Svíþjóð með lagið Hear them calling. Í viðtali við mbl.is í gærkvöldi var hún að vonum ánægð með sigurinn. Hún segir að sigurinn hafi komið henni á óvart en hún hafi litið á þetta eins og hvert annað gigg á laugardagskvöldi. 

Hún segir að það hafi verið mjög gaman að fylgjast með stigagjöfinni og ekki síst hvað fólk var ósammála. „Það er það sem er svo skemmtilegt við list, hvað fólk getur verið ósammála um hvað sé flott.“

Hún segir að þetta hafi aukið á spennuna en eins hafi hún fylgst með á tvennum vígstöðvum því hún var höfundur lags og texta Á ný sem Elísabet Ormslev flutti í keppninni í gærkvöldi. „Ég var svona á milli steins og sleggju,“ segir Greta Salóme. 

Hún segir að þátttaka í Eurovision gefi svo margt, til að mynda að elta drauma sína en þetta verður í annað skiptið sem hún fer sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Hún samdi og flutti lagið Mundu eftir mér sem valið var sem framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Bakú í Aserbaídsjan 2012.

Þetta sagði Arnar Eggert Thoroddsen um sigurlagið í Sunnudagsmogganum:

Hear them calling / Raddirnar

Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir

Flytjandi: Greta Salóme Stefánsdóttir

Draumkennt upphaf sem svo snýst upp í taktvissa framvindu, ættbálkatrommur lúra undir en svo er blástur í viðlaginu og þessi hrópandi, klappandi samsöngur að hætti Of Monsters And Men sem er afar móðins nú um stundir. Það er knýjandi kraftur í textanum; ótti, hræðsla og dularfullar raddir á sveimi. Lagið er vel samið upp á þessi drífandi einkenni, versin halda manni spenntum fyrir viðlagið sem svo springur út af krafti. Epíkin er þó ekki yfirdrifin, þetta er allt í smekklegu jafnvægi. OMAM í Eurovision-gír í raun, vel yfir meðallagi en sigrar þetta varla, ef ég á að leggja kaldan dóm á þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson