Halda eigin keppni fyrir norðan

Frá Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra.
Frá Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. mbl.is/Golli

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri, Huginn, sendi nú fyrir stuttu frá sér yfirlýsingu þess efnis að nemendur skólans myndu ekki taka þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna þetta árið.

Ástæðuna segir félagið vera breytingar á fyrirkomulagi keppninnar þar sem aðeins 12 skólar af 30 munu fá tækifæri til að taka þátt í lokakeppninni en allir skólar borga þó þátttökugjald óháð því hvort þeir komast í gegnum niðurskurðinn. Þar að auki er nemendafélögunum  skylt að selja 20 miða á keppnina með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir skóla, sérstaklega af landsbyggðinni.

Verkmenntaskólinn á Akureyri hafði þegar dregið sig úr keppninni af sömu ástæðu svo þetta þýðir að enginn framhaldsskólanemi á Akureyri mun taka þátt þetta árið.

Að nemendafélögunum tveimur meðtöldum hafa alls sex nemendafélög, öll af landsbyggðinni, dregið sig úr keppni. Hin nemendafélögin tilheyra Fram­halds­skól­anum á Laug­um, Fram­halds­skól­anum í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu, Mennta­skól­anum á Trölla­skaga og Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands.

Frétt mbl.is: Draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna.

Við teljum að þessar breytingar séu ekki til hagsmunabóta, hvorki fyrir keppendur né framhaldsskólanemanda almennt. Við sjáum því ekki hag okkar að þessu sinni í því að taka þátt en fyriráætlanir eru um að halda okkar eigin keppni hér fyrir norðan, ásamt VMA og fleiri skólum sem hyggjast ekki taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna,“ segir í yfirlýsingu Hugins.

„Líkt og Þórduna [nemendafélag VMA] hvetjum við því aðra skóla, sem og landsmenn alla, að kynna sér málið og fylgja því eftir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant