Hrútar ótvíræður sigurvegari kvöldsins

Theodór Júlíusson fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki.
Theodór Júlíusson fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. mbl.is/Styrmir Kári

Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar var án efa sigurvegari Eddunnar sem veitt var við hátíðlega athöfn í kvöld. Hlaut myndin alls ellefu Eddur, m.a. sem besta mynd, fyrir kvikmyndatöku, búninga og klippingu auk þess sem Grímur var verðlaunaður fyrir bæði leikstjórn sína og handrit.

Þá voru leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson verðlaunaðir fyrir leik sinn í myndinni.

Myndin var með flestar tilnefningar í kvöld en þær voru alls þrettán. Kvikmyndin Fúsi fékk 12 tilnefningar en Þrestir 11. Þær hlutu þó engin verðlaun í kvöld.

Sjónvarpsþátturinn Ófærð hlaut þrenn verðlaun í kvöld. Þátturinn var verðlaunaður sem leikið sjónvarpsefni ársins og fyrir bestu brellur auk þess sem Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers voru verðlaunuð fyrir tónlist sína. Þess má geta að Jóhann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í myndinni Sicario, en þau eru einmitt afhent í kvöld.

Leikkonurnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir voru verðlaunaðar fyrir leik sinn í sjónvarpsþættinum Rétti. Steinunn þótti besta leikkonan í aðalhlutverki en Birna fékk verðlaunin í flokknum besta leikkonan í aukahlutverki.

Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður, hlaut tvenn verðlaun í kvöld. Þáttur hans, Ævar vísindamaður, þótti bæði vera barna- og unglingaefni ársins og lífsstílsþáttur ársins.

Þá var Helgi Seljan valinn sjónvarpsmaður ársins og Kastljós frétta- og viðtalsþáttur ársins. Skemmtiþáttur ársins var Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár, meðan menningarþáttur ársins var valin Öldin hennar. Heimildarmynd ársins var Hvað er svona merkilegt við það?

Sigurður Sigurjónsson tekur á móti sínum verðlaunum.
Sigurður Sigurjónsson tekur á móti sínum verðlaunum. mbl.is/Styrmir Kári
Aðstandendur Kastljóss taka á móti verðlaununum.
Aðstandendur Kastljóss taka á móti verðlaununum. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Steinunn Ólína hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Rétti
Steinunn Ólína hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Rétti mbl.is/Styrmir Kári
Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins.
Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason