Trudeau knúsaði Gleði og Von

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ásamt Gleði og Von, fyrstu pandahúnunum …
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ásamt Gleði og Von, fyrstu pandahúnunum sem fæðast í Kanada. Ljósmynd/Af Facebook síðu Trudeau

Fyrstu pandahúnarnir sem fæðst hafa í Kanada voru nýlega gefin nöfn við hátíðlega athöfn í dýragarðinum í Toronto. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fékk þann heiður að ávarpa athöfnina.

„Pandabirnir eru tákn um frið og vináttu, sem er viðeigandi á þessu 45. afmælisári utanríkisssamskipta Kanada og Kína,“ sagði Justin Trudeau meðal annars við athöfnina. 

Húnarnir fengu nöfnin Jia Panpan og Jia Yueyue, sem myndi útleggjast sem kanadísk von og kanadísk gleði. Almenningur fékk að taka þátt í nafnavalinu á heimasíðu dýragarðsins.

PanPan og Yueyue hafa verið á afmörkuðu svæði frá því að þeir fæddust í október en frá og með næstu viku mun almenningi gefast kostur á að líta þá augum.

Trudeau var afar ánægður með að fá að taka þátt í athöfninni og deildi gleði sinni á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson