Í krampaköstum á Óskarnum

Jennifer Garner kvartaði sáran undan kjólnum sem hún klæddist á …
Jennifer Garner kvartaði sáran undan kjólnum sem hún klæddist á Óskarsverðlaununum. AFP

Það er ekki tekið út með sældinni að vera stórstjarna. Leikkonan Jennifer Garner greindi frá því í viðtali við Jimmy fallon að kjóllinn sem hún klæddist á Óskarsverðlaununum hefði verið svo þröngur og óþægilegur að hann hafi valdið henni krampaköstum.

„Ég sat í sætinu mínu þegar ég fór skyndilega að fá krampaköst í síðuna. Ég þurfti að standa upp, en gat það ekki vegna þess að þá hefðu allir haldið að ég væri að taka mér Kanye West til fyrirmyndar og mótmæla.“

Garner sagðist síðan hafa flúð inn á salerni í auglýsingarhléinu þar sem hún kallaði eftir aðstoð vinkonu sinnar.

„Þetta var samfella, en hún var með smellu á stað sem ég náði ekki á. Ég sagði vinkonu minni að ég vissi ekki hvað myndi gerast, en hún yrði að ná að losa mig.“

Garner er ekki fyrsta leikkonan sem viðurkennir hversu óþægilegir glæsikjólarnir sem leikkonur klæðast á rauða dreglinum eru. Sofia Vergara greindi frá því á dögunum að hún væri jafnan sárkvalin á verðlaunaafhendingum, auk þess sem gjarnan blæði úr brjóstunum á henni þegar þeim er lokið.

Hugsanlega ættu fleiri leikkonur að taka búningahönnuðinn Jenny Beavan sér til fyrirmyndar, en klæðnaður hennar vakti mikla eftirtekt þegar hún tók á móti Óskarsverðlaunum fyrir skemmstu íklædd buxur og sléttbotna skó.

Kjóllinn var svo þröngur að hann olli leikkonunni krampaköstum.
Kjóllinn var svo þröngur að hann olli leikkonunni krampaköstum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson