Allt fyrir útlitið

Útlitsdýrkun hefur tekið við af reykingum og áfengisneyslu
Útlitsdýrkun hefur tekið við af reykingum og áfengisneyslu AFP

Lífsmunstur ungmenna hefur breyst mjög á undanförnum árum og eru reykingar fátíðar og eins hefur dregið úr unglingadrykkju. En á sama tíma hefur útlitsdýrkun aukist meðal ungmenna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn á líðan fimmtán ára unglinga.

Það er lúðalegt að reykja segja norsk ungmenni.
Það er lúðalegt að reykja segja norsk ungmenni.

Helgarblað Aftenposten ræddi við tvö fimmtán ára ungmenni sem búsett eru í Ósló um þessa þróun og þar kemur meðal annars fram að áhyggjur ungmenna í tengslum við nám hafa aukist og að tvær af hverjum sex fimmtán ára gömlum stúlkum eru í megrun.

Í rannsókninni kemur fram að einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk í Noregi hefur orðið drukkinn og innan við 2% reykja.HalvardBonde, 15 ára, segir að það þyki ekki fínt að drekka lengur og það sama eigi við um að reykja. Það séu bara lúðar sem reyki í dag. En mjög margir taki í vörina ogKatharinaOpsahl sem einnig er í viðtalinu viðaftenposten.no staðfestir þetta.

Það að drekka of mikið er merki um skort á …
Það að drekka of mikið er merki um skort á sjálfsstjórn sem er neikvætt í huga ungs fólks. AFP

Hún segir að það sé eitt að drekka en annað verða drukkinn. Það að hafa ekki stjórn á sér þyki ömurlegt í dag og eins að reykja enda þekki hún engan sem reyki. 

Mikil áhersla er lögð á heilbrigt líferni í dag og líta vel út. Að sögn Bonde þykir það merki um að þú standir vel að vígi í samfélaginu ef þú lítur vel út og hugsar vel um þig. Það sé merki um að þér standi ekki á sama og búir yfir sjálfstjórn.

Opsahl segir að það sé mikill þrýstingur á unglingsstúlkur og örugglega meiri en á stráka. „Þú vilt vera með stór brjóst og stórarn rass og þú eyðir miklu í snyrtivörur til þess að líta vel út. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki samþykkt. Þú er skilin útundan.“ 

Tvær af hverjum sex sexján ára gömlum norskum stúlkum eru …
Tvær af hverjum sex sexján ára gömlum norskum stúlkum eru í megrun mbl.is/Árni Torfason

Hún segir að þegar fólk birtir myndir af sér fáklæddum á ströndinni þá hefur það þau áhrif á margar stelpur að vilja verða aðeins mjórri til þess að líta vel út. Því þrátt fyrir að margar stelpur í Noregi séu í megrun þá eru afar fáar of þungar. 

Bonde segir að það sé miklu meiri þrýstingur á stráka að byggja upp vöðva og vera íþróttamannslega vaxnir heldur en mjóir. 

Fyrirmyndirnar eru oft lífstílsbloggarar sem stundum virðast hafa fátt annað …
Fyrirmyndirnar eru oft lífstílsbloggarar sem stundum virðast hafa fátt annað fram að færa en skrif um útlit, fatnað og snyrtivörur AFP

Aðspurð um hvaðan útlitsþrýstingurinn komi þá segja þau frá lífstílsbloggurum,Facebook ogInstagram. Stelpur líti upp til lífstílsbloggara sem oft skrifa bara um útlit, föt og málningarvörur, jafnvelbótox og fegrunaraðgerðir. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að ungar stúlkur geta ekki beðið eftir því að verða átján ára og útskrifast úr menntaskóla. Því þær fái pening í útskriftargjöf sem þær geta notað í að fá sérbótox.

Þau nefna bæði meira álag í skólum í dag heldur en áður. Þau þurfi að standa sig verulega vel til þess að komast áfram, fá skólastyrki og geta farið í skóla til útlanda. Þegar foreldrar þeirra voru ung var öldin önnur. Stundum séu þau lengur í skólanum og að læra heldur en vinnudagurinn er hjá foreldrum þeirra sem vinna samt fullan vinnudag. Til að mynda ef þú mætir í skólann klukkan 8 og ert búinn klukkan 15. Þá ferðu heim og lærir í þrjár til fjórar klukkustundir.  

Viðtalið í heild

Rannsóknin sem WHO lét vinna

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson