Endurkoma Kryddpíanna í uppnámi

Kryddpíurnar munu líklega ekki koma saman í ár.
Kryddpíurnar munu líklega ekki koma saman í ár. Skjáskot / Spice Girls

Mikið hefur verið rætt um fyrirhugaða endurkomu Kryddpíanna, en margir höfðu bundið vonir við að sveitin myndi koma saman í ár.

Eins og margir eflaust vita á smellur sveitarinnar „Wannabe“ 20 ára afmæli í ár, en lagið markaði upphaf af gríðarlegum vinsældum hljómsveitarinnar.

Nú virðist þetta fyrirhugaða ævintýri þó vera í uppnámi, enda eru ekki allar kryddpíurnar tilkippilegar í tónleikahald.

Tískukryddið, og síðar fatahönnuðurinn, Victoria Beckham var fyrst til að draga sig úr umræðunum. Hún segist lítinn áhuga hafa á tónleikahaldi og segist þurfa að einbeita sér að fyrirtækjarekstri sínum sem og fjölskyldunni.

Nú hefur íþróttakryddið, Mel C, lýst því yfir að hún hyggist ekki heldur ætla að taka þátt í tónleikahaldi sveitarinnar.

„Mel C ætlar ekki að taka þátt í endurkomunni. Hún hefur í rauninni yfirgefið hljómsveitina til þess að einbeita sér að tónlistarferli sínum. Hún elskar stelpurnar, en fannst ekki rétt að koma saman með þeim á þessum tímapunkti. Aðrir hlutir hafa forgang hjá henni, auk þess sem það setti augljóslega strik í reikninginn að Victoria skyldi ekki vilja taka þátt,“ sagði heimildamaður dagblaðsins The Sun.

Mel C ætlar að einbeita sér að tónlistasköpun sinni og …
Mel C ætlar að einbeita sér að tónlistasköpun sinni og hefur ekki í hyggju að stíga á stokk með Kryddpíunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant