Dóttir Obama ætlar í Harvard

Malia Obama með föður sínum.
Malia Obama með föður sínum. AFP PHOTO / MANDEL NGAN

Malia Obama, eldri dóttir Baracks Obama Bandaríkjaforseta, mun hefja nám í  Harvard háskóla haustið 2017, eftir að hafa tekið sér ársfrí frá námi, en hún mun ljúka menntaskólanámi í vor. Hún mun þar með feta í fótspor foreldra sinna, en bæði Barack og Michelle Obama stunduðu laganám við skólann.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Michelle Obama, móður Maliu, en talsverðar vangaveltur hafa verið um hvaða háskóla forsetadóttirin muni velja.

Hún mun bætast í hóp fjölmargra forsetabarna sem hafa stundað nám við skólann.

Harvard háskóli er í Boston í Massachusetts ríki, en Obamahjónin hafa sagst ætla að búa áfram í Washington eftir að forsetatíð Obama er á enda vegna skólagöngu yngri dótturinnar, Söshu.

Malia Obama,verðandi Harvard-nemandi.
Malia Obama,verðandi Harvard-nemandi. AFP PHOTO / MANDEL NGAN
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson