Obama gerði góðlátlegt grín að Jenner

Kendall Jenner játaði að hafa verið svolítið feimin við forsetann.
Kendall Jenner játaði að hafa verið svolítið feimin við forsetann. Skjáskot Instagram

Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Kendall Jenner hitti sjálfan Bandaríkjaforseta á laugardaginn, þegar hún sótti Hvíta húsið heim.

Jenner lýsti því yfir að hún væri afar upp með sér að vera boðið að taka þátt í kvöldverði fréttaritara, en forsetinn sjálfur var þó ekki alveg viss við hvað ungstirnið starfaði líkt og kemur fram í umfjöllun Mirror.

„Kendall Jenner er hérna, en við fengum tækifæri á að hittast baksviðs,“ sagði Obama þegar hann ávarpaði gesti kvöldverðarins.

„Hún virðist vera afar indæl ung kona. Ég er ekki alveg viss hvað hún starfar, en mér er sagt að umtal mitt á Twitter sé að rjúka upp úr öllu valdi.“  

Jenner sjálf viðurkenndi að hafa verið með stjörnur í augunum þegar hún hitti Obama, og bætti því við að hún hefði aldrei áður verið feimin þegar hún hitti fræga einstaklinga.

Þrátt fyrir að vita ekki upp á hár við hvað Jenner starfar veit forsetinn fullvel hver systir hennar er, enda bað hann ungstirnið að skila kveðju til Kim og Kanye frá sér.

Eins og sjá má var fyrirsætan upp með sér að vera boðið.

honored to be here #WHCD #RockTheVote

A photo posted by Kendall Jenner (@kendalljenner) on Apr 30, 2016 at 5:51pm PDT

Barack Obama veit kannski ekki við hvað Kendall starfar, en …
Barack Obama veit kannski ekki við hvað Kendall starfar, en hann er þó vel kunnugur Kim og Kanye. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant