Greta Salóme stígur aftur á svið í dag

Greta Salóme svarar spurningum blaðamanna.
Greta Salóme svarar spurningum blaðamanna. Ljósmynd/Jónatan Garðarsson

Önnur æfing Gretu Salóme á sviðinu í Globen-höllinni í Stokkhólmi verður eftir hádegi í dag. Starfsfólk keppninnar hefur unnið hörðum höndum að því að ganga frá grafíkinni þannig að hún virki en ekki var búið að ljúka vinnu við hana á þriðjudaginn þegar fyrsta æfingin var.

Ísland keppir í fyrri undankeppninni sem hefst kl. 19 á þriðjudaginn og komast tíu lönd áfram í lokakeppnina. 

Þegar mbl.is náði tali af Jónatan Garðarssyni, fararstjóra íslenska hópsins, var hópurinn að undirbúa sig fyrir annasaman dag. Æft verður á sviðinu eftir hádegi og eftir það mun Greta Salóme ræða við fjölmiðla. Í kvöld er síðan norrænt boð í Euroklúbbnum.

Grafík spilar stórt hlutverk í framlagi Íslands og birtast myndir og skuggar á skjánum fyrir aftan Gretu Salóme á meðan hún syngur. Á fyrstu æfingunni á þriðjudaginn var grafíkin aðeins hálfunnin. „Það var ým­is­legt sem við viss­um að væri að áður en við fór­um út, til dæm­is á eft­ir að klára grafík­ina og fleira þess hátt­ar,“ sagði Jónatan eftir æfinguna á þriðjudaginn. „Þannig að við keyrðum æf­ing­una með hálf­unn­inni grafík.“

Að sögn Jónatans hefur starfsfólk keppninnar unnið hörðum höndum að því að gera lagfæringar og ætti allt að vera komið í lag á æfingunni á eftir. 

Eftir daginn í dag stígur Greta Salóme næst á svið á mánudaginn en þá eru tvær generaprufur. Á þriðjudag er síðan þriðja prufan og loks fyrri undankeppnin um kvöldið.

Í gær heimsótti íslenski hópurinn Abba-safnið og Grönalund, tívolíið í Stokkhólmi. „Þetta var þrælgaman, allir voða kátir og hressir,“ segir Jónatan. Þá lék Greta Salóme einnig listir sínar á götu úti en hún gekk á höndum fyrir framan klukkuna sem telur niður í keppnina.

Greta Salóme gerði sér lítið fyrir og gekk á höndum …
Greta Salóme gerði sér lítið fyrir og gekk á höndum við klukkuna sem telur niður í keppnina. AFP
Það styttist óðum í fyrri undankeppni Eurovision í ár.
Það styttist óðum í fyrri undankeppni Eurovision í ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant