Hegðun föðurins ófyrirgefanleg

Leikkonan Chloe Grace Moretz segist aldrei geta fyrirgefið föður sínum.
Leikkonan Chloe Grace Moretz segist aldrei geta fyrirgefið föður sínum. AFP

Hin unga leikkona Chloë Grace Moretz lýsti reynslu sinni af vægri áfallastreituröskun á dögunum, en faðir hennar yfirgaf fjölskylduna þegar hún var 12 ára gömul.

Í kjölfarið ól móðir leikkonunnar hana, sem og fjóra eldri bræður hennar, upp á eigin spýtur. Nú sjö árum síðar segir Moretz að hún muni að öllum líkindum aldrei geta fyrirgefið föður sínum.

„Hlutirnir sem hann gerði eru ófyrirgefanlegir. Fyrirgefning mín felst í því að ég er að lifa lífi mínu,“ sagði leikkonan í samtali við tímaritið Glamour.

„Þetta hafði tvímælalaust áhrif á það hvernig ég býð fólki inn í líf mitt. Ég hef þó náð að komast yfir þetta á undanförnum árum, það er hvernig ég tekst á við sambönd, hvernig ég tekst á við stráka.“

Leikkonan segir þó að móðir hennar og bræður hafi orðið þeim mun nánari eftir að fjölskyldufaðirinn yfirgaf heimilið.

„Bræður mínir tóku að sér hlutverk föður míns, og héldu mér í nokkurskonar sápukúlu. Með því móti þurfti ég ekki að búa í heimi sem var útjaskaður og eyðilagður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson