Fyrsta generalprufan að baki

Greta Salóme er glæsilegur fulltrúi Íslands í keppninni.
Greta Salóme er glæsilegur fulltrúi Íslands í keppninni. ljósmynd/Eurovision.tv

„Það gekk bara alveg ótrúlega vel, bara vonum framar,“ sagði Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi framlags Íslands í Eurovision í ár, í samtali við mbl.is að lokinni fyrri generalprufu dagsins. Um er að ræða prufu fyrir fyrri undankeppni Eurovision og er þetta sú fyrsta af þremur fyrir keppnina sem hefst kl. 19 annað kvöld. Þriðja generalprufan verður á morgun. 

Greta Salóme flytur lagið Hear Them Calling og er hún einnig höfundur lags og texta. Hún hefur ásamt fleirum unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir keppnina síðustu vikur og styttist nú í stóru stundina í Globen-höllinni. Í mörg horn er að líta og hefur íslenski hópurinn haft nóg fyrir stafni eftir að þau komu út til Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, í síðustu viku.

Þurftu að taka u-beygju

Áhorfendur fylgdust með fyrri generalprufu dagsins og segir Greta Salóme að stemningin í salnum hafi verið mjög góð. Salurinn hafi tekið vel undir og áhorfendur megi eiga von á flottri sýningu á morgun.

„Það er búið að leggja alveg ótrúlega mikla vinnu í þetta og fólk er búið að vinna myrkranna á milli í að koma þessu á þennan stað sem þetta er komið á núna. Þetta er stærra svið og kemur ótrúlega vel út,“ segir hún, aðspurð um hvort keppnin sé flottari núna en þegar hún tók síðast þátt í Bakú í Aserbaísjan.

Grafíkin spilar stórt hlutverk í framlagi Íslands en skuggar og myndir birtast á skjánum fyrir aftan Gretu Salóme.

„Við þurftum að taka svolitla u-beygju eftir að við sáum hvernig grafíkin kom út með þessari nýju tækni sem við lögðum til. Við þurftum að taka u-beygju og fara til baka í það sem við gerðum heima en taka það á annað level. Það var unnið í því myrkranna á milli þangað til að það var komið á þann stað sem við vildum,“ útskýrir hún og vísar í fyrstu æfinguna úti þar sem æft var með hálfunninni grafík.

Hvernig verður morgundagurinn?

„Hann verður algjörlega á haus. Það er brjálað að gera og það eru endalausar æfingar. Við æfum mikið hópurinn og svo eru viðtöl. Það er engin hvíld,“ segir Greta Salóme.

„Verum jákvæð og tölum fallega um hvort annað og við hvort annað,“ segir hún að skilnaði en framundan er seinni generalprufa dagsins með dómurum.

Hér má sjá myndskeið frá seinni æfingu Gretu Salóme á sviðinu í Globen-höllinni í Svíþjóð: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant