Taka því rólega og fagna í kvöld

Greta Salome á sviðinu í kvöld.
Greta Salome á sviðinu í kvöld. AFP

„Við erum náttúrulega alveg 100% sátt með þennan flutning. Við erum sáttust við hvað fólk var jákvætt, sérstaklega á Twitter. Ég hef sjaldan séð svona jákvæða umræðu þar og líka á Twitter erlendis. Við erum auðvitað bara hissa eins og allir aðrir á þessum niðurstöðum,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir, í samtali við mbl.is.

Hún flutti framlag Íslands, Hear Them Calling, á sviðinu í Globen-höllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. Framlagið var því miður ekki meðal þeirra tíu landa sem komumst áfram í lokakeppnina sem fer fram á laugardaginn.

„Við vissum fyrirfram að þessi riðill væri erfiður, sérstaklega þegar kemur að hvernig löndin raðast niður í hann. Það eina sem við gátum gert var að flytja þetta eins vel og við mögulega gátum og það er alveg ótrúlega skrýtin tilfinning að vera svona í skýjunum með flutninginn en komast svo ekki áfram,“ segir Greta Salóme.

Þegar verið var að tilkynna hvaða lönd komust áfram mátti heyra áhorfendur í salnum hrópa: Ísland, Ísland. „Það var mögnuð tilfinning að sitja í græna herberginu þegar var verið að lesa upp löndin. Þá heyrði maður bara Ísland, Ísland. Það eru kannski okkar mestu meðmæli, held ég,“ segir hún.  

Íslenski hópurinn verður áfram í Stokkhólmi fram á sunnudag. „Í kvöld ætlum við að taka því rólega og fagna. Þó að við séum ekki sátt við úrslitin þá erum við 100% sátt við þennan flutning og þetta lag og hvernig þetta tókst allt saman. Þannig að eina sem við ætlum að gera núna er að fagna saman sem liðsheild einhverju sem við hefðum ekki getað gert betur á sviðinu,“ segir Greta Salóme.

Aðspurð telur hún að Rússland fari með sigur af hólmi á laugardaginn. Uppáhalds lag Gretu Salóme er þó lag Króatíu, Lighthouse.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson