Api í Eurovision að ári?

Systkinin Unnsteinn og Lúna kynntu stig íslensku dómnefndarinnar með stakri …
Systkinin Unnsteinn og Lúna kynntu stig íslensku dómnefndarinnar með stakri prýði. Skjáskot/Vefur RÚV

„Þetta er bara Lúna, hundurinn minn,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, í samtali við mbl.is, em hann ásamt Lúnu kynntu stig íslensku dómnefndarinnar á úrslitakvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í Globen höllinni í Stokkhólmi í gær.

Lúna er 11 ára gömul og af tegundinni Havanaese. Aðspurður um hvaðan hugmyndin kom að hafa Lúnu með í stigagjöfinni segir Unnsteinn að hann hafi verið fljótur að taka þá ákvörðun. „Ég var í New Orleans þegar Felix Bergsson hringdi og sagði að ég yrði að senda á hann eftir klukkutíma hvað ég ætlaði að segja, því Svíarnir vildu fá handrit. Þetta var alveg fyrir nokkrum vikum síðan og ég hafði ekkert getað undirbúið mig.“

Að mati Unnsteins hefur stigakynnum í gegnum tíðina misheppnast oftar en ekki við að reyna að vera fyndnir. Stígur bróðir hans kom þá með hugmyndina um að hafa Lúnu með. „Ég hugsaði að ég gæti boðið upp á skemmtiatriði ef Lúna yrði með. Svo er þetta skemmtilegt fyrir hundanörda, en það eru ekki margir af þessari tegund á Íslandi.“

Lúnu Stefson, eins og hún heitir fullu nafni, skemmti sér konunglega í gær, eins og fram kemur á aðdáendasíðu hennar, en þar má lesa meira um bakgrunn hennar. 

Unnsteinn og api að ári?

Unnsteinn fylgdist aðeins með samfélagsmiðlum á meðan stigagjöfinni stóð.„Ég náði nú ekki að lesa allt, en ég held að 40% hafi ekkert skilið hvað Lúna væri að gera þarna og önnur 40% sem voru mjög miklir hundaaðdáendur, en ég er kannski ekki með prósentutölurnar á hreinu. En svo voru margir sem voru að líkja mér við vondan karl úr Bond mynd.“ Unnsteinn segir það alls ekki hafa verið skipulagt. „Ég var upphaflega í svörtum jakkafötum, en þau sáust ekki nógu vel með bakgrunninum, þá fór ég í hvíta jakkann og þá varð lúkkið fullkomnað.“

Unnsteinn segist vel getað hugsað sér að kynna stigin aftur fyrir Íslands hönd, jafnvel fyrr ef það hefði verið möguleiki. „Já, ég átti einu sinni apa og það hefði verið gaman að vera með hann.“ Það er því aldrei að vita hverju Unnsteinn tekur upp á ef hann mun aftur kynna stig íslensku dómnefndarinnar. 

Unnsteinn átti apa þegar hann búsettur í Portúgal sem strákur. …
Unnsteinn átti apa þegar hann búsettur í Portúgal sem strákur. Hann hefði vel getað hugsað sér að taka hann með í stigagjöfina. Ljósmynd/Af Facebook síðu Unnsteins
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant