Elsti kisi heims dauður

Scooter varð 30 ára, sem nemur 136 mannsárum.
Scooter varð 30 ára, sem nemur 136 mannsárum. Ljósmynd/Af Facebook síðu Guinnes World Record

Elsti köttur heims er dauður, þrítugur að aldri. BBC greinir frá þessu. Heimsmetabók Guinnes útnefndi Scooter nýverið sem elsta kött veraldar. Eigandi hans, Texasbúinn Gail Floyd, segir Scooter hafa drepist stuttu áður en Guinness staðfesti að hann hefði verið sá elsti sem vitað var um.

Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir dýralækni að í mannsárum talið hefði Scooter verið um það bil 136 ára.

Scooter upplifði margt á sinni löngu ævi og þakkar Floyd langlífi hans því að hann hafi verið iðinn við að hreyfa sig og ferðast, en hann á að hafa heimsótt 45 af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna á meðan hann lifði.

Scooter er þó ekki elsti köttur allra tíma samkvæmt heimsmetabókinni. Elsti köttur sem vitað er um var einnig frá Texas og varð hann 38 ára, eða 172 ára í mannsárum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson