Adele gerir risasamning við Sony

Adele er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag.
Adele er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag. AFP

Sony hefur náð að tryggja sér útgáfuréttinn að tónlist hinnar gríðarvinsælu Adele, ef marka má fregn breska blaðsins The Sun. Blaðið hefur eftir heimildarmanni hjá Sony að samningurinn sé metinn á um 90 milljónir punda, jafnvirði 16 milljarða íslenskra króna.

Um er að ræða einn stærsta útgáfusamning sögunnar og þann stærsta sem tónlistarkona hefur samið um, en gamla metið átti Whitney Houston heitin, sem gerði 70 milljóna punda samning við Arista árið 2001.

Þess ber að geta að hvorki talsmenn Adele né Sony hafa staðfest fregnirnar.

Auður Adele er metinn á 85 milljónir punda samkvæmt samantekt Sunday Times en hún hefur selt tugi milljóna eintaka af plötum sínum og er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir.

Frétt Sun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant