Kynferðisbrotaskandall í uppsiglingu í Hollywood

Leikarinn Elijah Wood.
Leikarinn Elijah Wood. AFP

Stór kynferðisbrotaskandall á pari við mál Jimmy Savile í Bretlandi er í uppsiglingu í Hollywood. Þessu heldur leikarinn Elijah Wood fram í viðtali við Sunday Times.

Wood var sjálfur barnastjarna og í viðtalinu ræðir hann upplifun sína af því að komast ungur inn í kvikmyndaiðnaðinn. Hann segist sjálfur hafa verið verndaður af fjölskyldu sinni, en að aðrir jafnaldrar hans hafi ekki verið eins heppnir.

„Þið ólust öll upp við Savile, Jesús það hlýtur að hafa verið hræðilegt. Það er augljóst að það er eitthvað svipað í uppsiglingu í Hollywood. Það var allt saman skipulagt,“ segir Wood.

„Það eru margir eiginhagsmunaseggir í kvikmyndaiðnaðinu sem hugsa bara um sjálfan sig. Það býr margt í myrkrinu, ef þú getur ímyndað þér það, þetta hefur örugglega gerst,“ bætir Wood við.

Segir hann að kynferðisbrot hafi fengið að viðgangast í Hollywood þar sem brotaþolarnir hafi ekki jafnsterka rödd og valdamiklir menn í kvikmyndaiðnaðinum. 

Ásakanir á hendur yfirmanna í Hollywood hafa aukist undanfarin ár. Stofnaður hefur verið hópurinn Bizparents sem sér um að vernda barnastjörnur fyrir slíkum mönnum. Anne Henry, einn stofnenda hópsins, segir að um 100 barnastjörnur hafi haft samband og að ásakanir á hendur kynferðisbrotamönnum hafi hrúgast inn.

Önnur barnastjarna, Corey Feldman, segist hafa verið umkringd „rándýrum“ þegar hann var virkur í kvikmyndaiðnaðinum. Seinna glímdi hann við alkóhólisma og þunglyndi.

Mál Jimmy Savile vakti mikla athygli í Bretlandi eftir að í ljós kom að hinn landsfrægi þáttastjórnandi Top of the Pops til margra ára hafði framið fjölda kynferðisbrota kerfisbundið í mörg ár. Valdamikið fólk í sjónvarpsiðnaðinum þagði yfir ásökununum vegna vinsælda hans.

Sjá frétt The Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant