Leikarinn Burt Kwouk látinn

Cato og Clouseau.
Cato og Clouseau. Skjáskot af Youtube.com

Breski leikarinn Burt Kwouk lést í dag 85 ára að aldri. Hans er helst minnst fyrir að leika Cato, þjón lögregluforingjans Clouseau í kvikmyndunum um Bleika pardusinn.

Clouseau og Cato slógust gjarnan í kvikmyndunum en tilgangurinn með því var að tryggja að lögregluforinginn væri alltaf á varðbergi gagnvart mögulegum árásum. Clouseau sjálfur var leikinn af breska leikaranum Peter Sellers.

Kwouk var fæddur 18. júlí 1930 í borginni Manchester í Bretlandi en ólst upp í Shanghai í Kína til 17 ára aldurs. Þaðan flutti hann til Bandaríkjanna en sneri aftur til Bretlands árið 1954. Fréttavefur Daily Telegraph greinir frá þessu.

Hann lék einnig meðal annars í tveimur kvikmyndum um njósnara hennar hátignar James Bond, Goldfinger og You Only Live Twice. Þá lék hann einnig í grínmyndinni Casino Royale frá 1967, sem fjallar einnig um ævintýri Bonds.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler