Var ekki beittur kynferðisofbeldi

Leik­ar­inn Elijah Wood.
Leik­ar­inn Elijah Wood. AFP

Leikarinn Elijah Wood segist ekki hafa séð eða upplifað kynferðisbrot í kvikmyndaiðnaðinum, þrátt fyrir að því hafi verið haldið fram að hann telji stóran kynferðisbrotaskandal í uppsiglingu í Hollywood. Segir hann að viðtal sem birtist við hann í Sunday Times á sunnudag hafa verið misskilið.

„Sunday Times tóku viðtal við mig um nýjustu myndina mína, en viðtalið varð svo að einhverju allt öðru,“ segir hann í samtali við Hollywood Reporter. „Þar voru settar fram margar falskar og villandi fyrirsagnir. Ég var nýbúinn að horfa á áhrifamikla heimildarmynd sem ég ræddi stuttlega við blaðamanninn um, en það hafði afleiðingar sem ég bjóst ekki við. Ég læri á þessu.“ 

Í viðtalinu við Sunday Times kom fram að Wood teldi stóran kyn­ferðis­brotask­andall á pari við mál Jimmy Sa­vile í Bretlandi vera í upp­sigl­ingu í Hollywood. Wood var sjálf­ur barna­stjarna og í viðtal­inu ræddi hann upp­lif­un sína af því að kom­ast ung­ur inn í kvik­myndaiðnaðinn. Sagðist hann þar sjálfur hafa verið verndaður af fjöl­skyldu sinni, en að aðrir jafn­aldr­ar hans hafi ekki verið eins heppn­ir.

„Umræða um kynferðisofbeldi gegn börnum er mikilvæg og verður að vera opinská, auk þess sem ofbeldið verður að vera rannsakað. En eins og ég gerði blaðamanninum ljóst hef ég enga reynslu af slíku ofbeldi og get ekki talað um það af vitneskju, annarri en þeirri sem ég hef fengið eftir að hafa horft á myndir og lesið greinar,“ sagði Wood í samtali við Hollywood Reporter.

Í Sunday Times viðtalinu sagði hann að kyn­ferðis­brot hafi fengið að viðgang­ast í Hollywood þar sem brotaþol­arn­ir hafi ekki jafn­sterka rödd og valda­mikl­ir menn í kvik­myndaiðnaðinum. 

„Þið ólust öll upp við Sa­vile, Jesús það hlýt­ur að hafa verið hræðilegt. Það er aug­ljóst að það er eitt­hvað svipað í upp­sigl­ingu í Hollywood. Það var allt sam­an skipu­lagt,“ sagði Wood. „Það eru marg­ir eig­in­hags­muna­segg­ir í kvik­myndaiðnaðinum sem hugsa bara um sjálf­a sig. Það býr margt í myrkr­inu, ef þú get­ur ímyndað þér það, þetta hef­ur ör­ugg­lega gerst“.

Ásak­an­ir á hend­ur yf­ir­manna í Hollywood hafa auk­ist und­an­far­in ár. Stofnaður hef­ur verið hóp­ur­inn Bizpar­ents sem sér um að vernda barna­stjörn­ur fyr­ir slík­um mönn­um. Anne Henry, einn stofn­enda hóps­ins, seg­ir að um 100 barna­stjörn­ur hafi haft sam­band og að ásak­an­ir á hend­ur kyn­ferðis­brota­mönn­um hafi hrúg­ast inn.

Mál Jimmy Sa­vile vakti mikla at­hygli í Bretlandi eft­ir að í ljós kom að hinn lands­frægi þátta­stjórn­andi Top of the Pops til margra ára hafði framið fjölda kyn­ferðis­brota kerf­is­bundið í mörg ár. Valda­mikið fólk í sjón­varpsiðnaðinum þagði yfir ásök­un­un­um vegna vin­sælda hans.

Frétt mbl.is: Kynferðisbrotaskandall í uppsiglingu í Hollywood

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson