Getur ekki fyrirgefið syninum

Faðir leikarans segist ekki kunna að meta breytinguna sem hefur …
Faðir leikarans segist ekki kunna að meta breytinguna sem hefur orðið á syninum. AFP

Faðir vinalega leikarans Matt LeBlanc segir son sinn hafa breyst mikið síðan hann varð frægur. Í raun heldur hann því fram að leikarinn sé allt annað en viðkunnanlegur.

 „Hann er ekkert líkur Joey Tribbiani, sem allir elska. Hann er enn þá sonur minn, en ég er mjög sár yfir því hvaða mann hann hefur að geyma“ sagði Paul LeBlanc, sem ekki hefur talað við son sinn í fjögur ár.

„Ég myndi bjóða hann velkominn á ný, en ég get aldrei fyrirgefið honum hvernig hann hefur komið fram við mig. Ég ligg í rúminu og fer yfir þetta á hverju kvöldi. Þetta er ekki gott fyrir heilsu mína.“

„Eitt árið gaf ég honum Rolex úr með áletruninni „Föðurástin varir að eilífu“, hann hringdi í mig ári síðar og hafði þá loks lesið áletrunina. Fyrir honum var þetta bara enn eitt skartið í safnið.“

Frétt Mirror

Feðgarnir hafa ekki talast við í fjögur ár.
Feðgarnir hafa ekki talast við í fjögur ár. Ljósmynd / Skjáskot Mirror.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson