Borðaði ostborgara í morgunmat

Colin Farrell þurfti að þyngja sig um 20 kíló og …
Colin Farrell þurfti að þyngja sig um 20 kíló og vandi sig á að borða hamborgara í morgunmat. AFP

Írski leikarinn Colin Farell greindi frá því í viðtali að hann hefði þurft að leggja ýmislegt á sig áður en tökur á kvikmyndinni The Lobster hófust.

Farrell, sem þurfti að þyngjast um 20 kíló, segir það hafa tekið hann tvo mánuði að bæta á sig fyrir hlutverkið.

„Ég þyngdist um 18–20 kíló. Leikstjórinn sagði að ef karakterinn væri of grannur væri það til marks um sálfræðilegt vandamál og við vildum ekki rugla áhorfendur í ríminu,“ sagði Farrell í samtali við Jimmy Kimmel.

Leikarinn greindi jafnframt frá því að hann hefði vanið sig á að borða ostborgara í morgunmat meðan á tímabilinu stóð.

„Ég borðaði ostborgara í morgunmat. Maður venst því að sofa með brauðmylsnu í rúminu sínu, en fyrsta máltíð dagsins samanstóð venjulega af þeim molum sem ég hafði ekki klárað kvöldið áður,“ bætti leikarinn við í léttum tón.

Frétt Daily Mail

Colin Farrell í hlutverki sínu í kvikmyndinni The Lobster.
Colin Farrell í hlutverki sínu í kvikmyndinni The Lobster. Stilla úr kvikmyndinni The Lobster
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson