Nýr foringi í Tjarnarbíó

Frikrik Friðriksson
Frikrik Friðriksson Ljósmynd/Tjarnarbíó

Búið er að ráða nýjan framkvæmdastjóra Tjarnarbíós og hann heitir Friðrik Friðriksson.

Friðrik útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998 og lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík í vor. Hann hefur starfað sem leikari og leikstjóri undanfarin 18 ár, þar af lengst í Þjóðleikhúsinu.

Meðal nýlegra verkefna Friðriks í Þjóðleikhúsinu eru Spamalot, Karíus og Baktus, Eldraunin, Macbeth og Dýrin í Hálsaskógi. Þá hefur hann starfað mikið með sjálfstæðum leikhópum, nú síðast með leikhópnum Aldrei Óstelandi í sýningunni Ofsa og í 4:48 Psychosis eftir Söru Kane í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig starfað við sjónvarp og kvikmyndir. Meðal annars í sjónvarpsþáttunum Sigtinu og Ástríði og nú síðast í kvikmyndinni Fúsa eftir Dag Kára.

Aðspurður hversvegna hann vilji sinna þessu starfi segir hann að hann hafi haft áhuga á sjálfstæðri leikhússtarfsemi í langan tíma. „Ég sat í stjórn sjálfstæðra leikhópa árum saman,“ segir Friðrik. „Þarna er ástríða mín.“

Friðrik er búinn að vera að mennta sig umfram þá almennu leiklistarmenntun sem hann er með. Hann er kominn með reynslu af stjórnunarstörfum og einnig menntun í því fagi.

„Það er búið að vera öflugt uppbyggingarstarf í gangi hjá Tjarnarbíói,“ segir Friðrik. „Mig langar til að taka þátt í því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson