Harry prins „photobombaði“ fyrirsætu

Harry Bretaprins er augljóslega mikill flippari.
Harry Bretaprins er augljóslega mikill flippari. AFP

Harry Bretaprins stal senunni á mynd sem fyrirsætan Winnie Harlow deildi á Instagram-síðu sína í gær, þegar hann „photobombaði“ hana. Harlow var stödd á pólóleik í Bretlandi og var að tala við umboðsmann sinn þegar Harry, sem sat í bakgrunni, tók eftir því að verið var að taka mynd og gretti sig.  

„Þegar þú ert að reyna að eiga alvarlegt samtal en umboðsmaðurinn þinn og Harry prins eru alls ekki alvarlegir,“ skrifaði Harlow við myndina.

Harlow hefur notið mikilla vinsælda sem fyrirsæta, en sérstakt útlit hennar hefur vakið athygli. Hún er með húðsjúk­dóm sem kall­ast vitiligo eða skjalla­blett­ir. Harlow skaust fyrst upp á stjörnuhimininn þegar hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Americas Next Topmodel árið 2014.

<a href="https://www.instagram.com/p/BF9op0xHunc/" target="_blank">When you're trying to have a serious convo but your agent and Prince Harry aren't serious at all 😂 #photobomb</a>

A photo posted by ♔Winnie♔ (@winnieharlow) on May 28, 2016 at 12:42pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson