„Svívirðilegar ásakanir“

Vanessa Paradis ásamt Johnny Depp árið 2012.
Vanessa Paradis ásamt Johnny Depp árið 2012. MARTIN BUREAU

Fyrrverandi maki og barnsmóðir Johnny Depp ver hann gegn ásökunum um heimilisofbeldi.

TMZ birti í dag bréf á vefsvæði sínu sem slúðurmiðillinn segir vera frá Vanessu Paradis sem var í sambandi með Depp frá 1998 til 2012. Núverandi eiginkona Depp, Amber Heard, fékk úrskurðað tímabundið nálgunarbann gegn Depp á föstudag og hefur kært hann fyrir að beita sig líkamlegu ofbeldi.

Paradis á tvö börn með Depp, Lily Rose sem er 17 ára og Jack sem er 14 ára. Í bréfinu segir Paradis að Depp sé „viðkæmur, ástríkur og elskaður einstaklingur.“

„(...) ég trúi af öllu hjarta að þessar ásakanir sem nýlega hafa komið fram séu svívirðilegar. Öll þau ár sem ég hef þekkt Johnny hefur hann aldrei beitt mig líkamlegu ofbeldi og þetta lítur ekkert út eins og maðurinn sem ég bjó með í 14 yndisleg ár.“

Lori Anne Allison, fyrrum eiginkona Depp, hefur einnig stigið fram til varnar honum og tekið fram að hann hafi aldrei svo mikið sem öskrað á sig.

Heard segir Depp ítrekað hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi, síðast fyrir viku síðan þar sem hann barði iPhone í andlit hennar með þeim afleiðingum að hún fékk glóðarauga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson