Simply Red engu gleymt

Mick Hucknall, söngvari Simply Red.
Mick Hucknall, söngvari Simply Red. mbl.is/Styrmir Kári

Góð stemmning var í Laugardalshöll í kvöld þegar breska hljómsveitin Simply Red tróð þar upp við mikinn fögnuð tónleikagesta.

Þrjátíu ár eru liðin frá því að sveitin tróð hér síðast upp, þá einnig í Laugardalshöll á eftirminnilegum tónleikum ásamt Fine Young Cannibals, Lloyd Cole and the Commotions og Madness.

Þá var sveitin nýbúin að gefa út fyrstu plötuna sína, Picture Book, sem sló allrækilega í gegn hér á landi. Eftir það varð Simply Red ein vinsælasta hljómsveit heims næstu árin og hefur hún nú selt yfir sextíu milljónir platna á ferli sínum.

Var það mál manna að hljómsveitin, með Mick Hucknall söngvara í fararbroddi, hefði engu gleymt í kvöld er hún lék sín allra vinsælustu lög.

Ljósmyndari mbl.is var í Laugardalshöll í kvöld og fangaði stemmninguna.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson