Selur Eurovision-kjólinn

Greta Salóme á sviðinu í Globen í Stokkhólmi, syngjandi lagið …
Greta Salóme á sviðinu í Globen í Stokkhólmi, syngjandi lagið sitt Hear them calling, íklædd kjólnum fagra.

Greta Salóme hefur ákveðið að selja kjólinn sem hún klæddist í Eurovision-söngvakeppninni. Kjóllinn er til sölu á Ebay. Allur ágóði sölunnar fer til Step Up-smáforritsins sem er til hjálpar þeim sem verða fyrir einelti og sérstaklega neteinelti.

„Þetta eru sænsk samtök sem berjast gegn einelti og forritið þeirra er hugsað fyrir krakka, sérstaklega í skólum, þar sem þau geta tilkynnt nafnlaust um einelti. Samtökin eru komin til Bandaríkjanna og stefna að því að opna útibú í 20 löndum á næsta ári,“ segir Greta en hún kynntist framkvæmdastjóra samtakanna í Eurovision. „Hann las um lagið og fannst að boðskapurinn tengdi við það sem samtökin standa fyrir. Úr varð að ég talaði mikið um Speak Up þegar ég var úti. Í kjölfarið tókum við saman höndum og það kviknaði snemma sú hugmynd að setja kjólinn á uppboð til styrktar samtökunum.“

Ánægja víða um heim

Greta var með í að hanna kjólinn en Elma Bjarney og Filippía Elísdóttir unnu hann með henni. „Ég er búin að fá margar fyrirspurnir á samfélagsmiðlum eftir að þetta var gert opinbert. Það er ljóst að fólk er ánægt með þetta framtak. Eurovision-heimurinn er í raun miklu stærri en maður gerir sér grein fyrir og grunar. Þetta er mjög trygglyndur hópur og fylgist vel með keppendum, löngu eftir að keppni er lokið.“ Hún segir að einelti sé sér hjartans mál eins og það ætti að vera öllum, sérstaklega neteinelti. „Það er, sérstaklega neteinelti, orðið að heimsvandamáli og alveg ömurlegt að sjá hvernig það getur farið með fólk, sérstaklega krakka.

En það sem er mér meira hjartans mál, og eitthvað sem ég lagði sérstaka áherslu á þegar ég var úti í Svíþjóð, er að fólk ætti að passa orðræðuna og neikvæðnina. Einelti kemur inn í það. En ég lagði áherslu á að orðum fylgir ábyrgð hvort sem þau eru sögð á netinu eða ekki. Að vera jákvæð rödd fyrir aðra skiptir svo miklu máli og við getum látið gott af okkur leiða þannig.

Maður sér ofboðslega grimmd hjá fólki á Facebook og Twitter. Alveg svakalega. En mér finnst samt vera smá vitundarvakning og ef einhver setur eitthvað á netið þarf hann að bera ábyrgð á því. Ég beitti mér fyrir því í Eurovision og mun halda því áfram alveg klárlega. Fólk svarar þessu vel og það hafa alltof margir orðið fyrir neikvæðu umtali á netinu, sérstaklega þeir sem hafa staðið á sviði. Maður finnur vel fyrir þessu og ég held að það sé mikilvægt að við sem þar stöndum beitum okkur fyrir því að vekja fólk til umhugsunar.“

Ný plata er á leiðinni frá Gretu í haust og er hún nú á Ítalíu að slappa af og hlaða batteríin. „Nú er ég í fríi og nýt þess að slappa af. Árið er pakkað, vægast sagt. Ég myndi segja að það væri varla laus stund. Það gæti verið að ég fengi smá helgarfrí í nóvember en ekkert fyrir það. Ég er að fara til Disney aftur og er að spila mikið. Svo kemur ný plata í haust og umboðsmaðurinn minn hefur fengið mikið af fyrirspurnum, sérstaklega eftir Eurovision, þannig að það er margt skemmtilegt framundan,“ segir Greta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler