Íslenskar kýr og Bieber

Justin Bieber ásamt íslensku beljunum.
Justin Bieber ásamt íslensku beljunum. Skjáskót/Youtube.com

Kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Justin Bieber, sem mun halda tónleika hér á landi í september, birti í dag nýtt myndband við lagið Company. Kemur þar bæði íslenskt landslag og íslenskar kýr við sögu, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bieber notar Ísland sem sjónarsvið í myndböndum sínum.

Nú þegar hafa um 440 þúsund manns horft á myndbandið við lagið Company, en það var birt fyrr í dag. Meðal annars má sjá Bieber úti í haga með íslenskum kúm (á sekúndu 20 í myndbandinu) og svo við Seljalandsfoss (1:37 í myndbandinu). Það er Nútíminn sem greinir fyrst frá málinu.

Í myndbandi við lagið I'll Show You, sem gefið var út á síðasta ári, sést Bieber á fleiri stöðum á Íslandi, meðal annars við Skógafoss, við Jökulsárlón, í Fjaðrárgljúfri, á Sólheimasandi og við suðurströndina og aftur við Seljalandsfoss. Það er því ljóst að Bieber er hrifinn af landinu, en hann kom hingað ásamt fylgdarliði sínu í september á síðasta ári og virðist hrifinn af því að nota myndir frá landinu í tónlistarmyndböndin sín.

Bieber við Seljalandsfoss.
Bieber við Seljalandsfoss. Skjáskót/Youtube.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant