Kris Kristofferson í Hörpu

Kappinn verður áttræður seinna í mánuðinum.
Kappinn verður áttræður seinna í mánuðinum.

Goðsögnin Kris Kristofferson heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í haust. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hans til Evrópu, sem verður líklega hans síðasta. Tónleikarnir fara fram 26. september.

Í tilkynningu frá tónleikahaldara segir að það sé mikill heiður að geta kynnt tónleika með Kristofferson en hann er einn þekktasti núlifandi kántrítónlistarmaður veraldar.

Hann hefur samið lög eins og Me and Bobby McGee, Sunday Morning Coming Down, Help Me Make It Through The Night, Why Me Lord auk fjölda annarra.

Kristofferson hefur þrisvar fengið Grammy-verðlaun, Golden Globe-verðlaun auk ótal annarra veðlauna. 

Í tilkynningu segir að Kristofferson verði áttræður í mánuðinum og ákvað hann fyrir stuttu að fara í síðasta tónleikaferðalag sitt um Evrópu og heimsækja aðeins þá staði sem hann langaði að ferðast til. Því má búast við því að hann staldri í nokkra daga hér á landi og njóti lífsins í íslenskri náttúru.

Dóttir hans, Kelly Kristofferson, og tengdasonur, Andrew Hagar, munu hita upp fyrir kappann og spila síðan nokkur lög með honum.

Miðasala hefst miðvikudaginn 15. júní á harpa.is, tix.is og í síma 528 50 50.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant