Tónleikar af nýrri stærðargráðu á Íslandi – aðeins nokkrir miðar eftir

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP

Enn eru til nokkrir miðar á aukatónleikana með kanadíska tónlistarmanninum og Íslandsvininum Justin Bieber sem fara fram í Kórnum í Kópavogi í september. Búast má við tónleikum af nýrri stærðargráðu á Íslandi.

„Það gengur mjög vel að undirbúa og þetta verður ansi magnað sjáum við," segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, sem er í stöðugu sambandi við fólk Biebers. „Mér sýnist stefna í það að umgjörðin verði á einhverju nýju leveli,“ segir Ísleifur, en hann telur að hvað varðar sviðsmynd og umgjörð sé um að ræða eitthvað það stærsta sem sést hefur á Íslandi til þessa. 

Hann segir að lagt sé sérstaklega mikið í þetta enda geri aðstandendur Biebers sér grein fyrir því hve hátt hlutfall þjóðarinnar hyggist leggja leið sína á tónleikana; þeir finni til ábyrgðar og metnaðurinn sé gríðarlegur. Það á ekki síður við um Bieber sjálfan en honum er hlýtt til Íslands eins og marka má af nýlega útgefnum tónlistarmyndböndum kappans sem skarta meðal annars íslenskri náttúrufegurð. „Það er þeim mikilvægt að starta þessu að krafti en hérna byrja þeir Evrópulegginn," segir Ísleifur.

Hann telur aukatónleikana hafa svarað umframeftirspurninni sem varð eftir að fyrst seldist upp á tónleikana og það hafi slegið svartamarkaðsbraskið út af borðinu. Það sé alltaf best að kaupa miða af miðasöluaðilanum frekar en fólki úti í bæ, nú séu enn nokkrir miðar eftir en þeim fari fækkandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson