Vill að CBS ráði Gumma Ben

Stephen Colbert.
Stephen Colbert. AFP

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert fjallaði um lýsingu Gumma Ben á leiknum við Austurríki á miðvikudaginn í þætti sínum fyrir helgi og sagði að sjónvarpsstöðin CBS ætti samstundis að ráða hann til þess að fjalla um íþróttaviðburði. Sýndi hann síðan myndband af golfara að pútta með lýsingu Gumma í bakgrunninum.

Colbert hafði raunar einingis rétt minnst á Ísland þegar salurinn fagnaði ákaft: „Virkilega? Virkilega? Eru Íslendingar í salnum? Herrar mínir og frúr, Björk er stödd hér í kvöld.“ Eftir að hafa gert góðlátlegt grín að málinu óskaði Colbert Íslendingum til hamingju með sigurinn og var því fagnað af áhorfendum með miklu lófataki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler