Bill Cunningham látinn

Bill Cunningham var 87 ára.
Bill Cunningham var 87 ára. AFP

Tískuljósmyndarinn Bill Cunningham, sem öðlaðist frægð fyrir skrásetningu sína á götutísku New York-borgar, er látinn, 87 ára að aldri.

Cunningham vann fyrir New York Times í næstum 40 ár en miðillinn staðfesti fregnir af dauða hans og kallaði hann „ólíklegan menningar-mannfræðing“. Ljósmyndir hans voru fastur liður á tískusíðum blaðsins.

„Við munum muna þá svipmiklu, líflegu New York sem hann fangaði í ljósmyndum sínum,“ sagði borgarstjóri New York, Bill de Blasio.

Cunningham kom til New York 19 ára gamall og vann fyrst sem hattagerðarmaður áður en hann gerðist tískublaðamaður og færði sig svo um set yfir í ljósmyndun.

Hann var þekktur fyrir að klæðast bláum jakka öllum stundum og ferðast um á hjóli. BBC segir einstakt auga hans fyrir nýjum tískustraumum hafa verið viðurkennt innan bransans og það hvort sem var á viðurkenndum bransaviðburðum eða á götum úti. Þrátt fyrir tengingu sína við elítu tískuheimsins hafði hann þó tamið sér hófsaman lífstíl. Í minningargrein sinni um Cunningham sagði New York Times að hann hefði borðað sama morgunverðinn, kaffi, pylsur, egg og ost, nánast á hverjum morgni í sömu kjörbúðinni árum saman.

Hann átti það til að rífa ávísanir sem hann fékk fyrir störf sín og sagði sjálfur: „Peningar eru það ódýrasta. Frelsið er það dýrasta.“ Franska ríkisstjórnin veitti honum Legion d'Honneur, æðstu viðurkenningu ríkisins, og Verndarstofnun kennileita New York útnefndi hann lifandi kennileiti.

Cunningham hafði nýlega fengið hjartaáfall.

„Ríka og valdamikla fólkið í tískuheiminum sóttist eftir félagsskap hans en samt sem áður var hann áfram einn góðviljaðasti, ljúfasti og auðmýksti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ sagði stjórnarmaður NYT, Arthur Ochs Sulzberger Jr.

„Við höfum misst goðsögn og ég er persónulega harmi sleginn yfir að hafa misst vin.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson