Sturla Atlas-sveitin komin til að vera

Sturla Atlas kom fram á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni.
Sturla Atlas kom fram á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta byrjaði svolítið á engu og varð að einhverju geggjuðu,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Ásamt Sigurbjarti Sturlu skipa þeir Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson einnig hljómsveitina.

Sturla Atlas kom fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice síðustu helgi við góðar undirtektir áhorfenda. Fram undan hjá hljómsveitinni er að fylgja eftir mixtape-i sem gefið var út 3. júní. „Við verðum að spila á einhverjum tónleikum í Reykjavík og síðan líka í Eyjum. Síðan langar okkur bara að búa til meiri tónlist og reyna að vinna sem mest,“ segir Sigurbjartur Sturla.

Sturla Atlas mixtape-ið.
Sturla Atlas mixtape-ið.

Sturla Atlas varð upphaflega til sem afmælisgjöf fyrir félaga þeirra Sigurbjarts, Loga og Jóhanns. „Við vorum bara að hafa gaman og gera afmælisgjöf fyrir vin okkar. Síðan leyst okkur bara vel á þetta og ákváðum að prófa að gefa þetta út,“ segir Sigurbjartur Sturla. Hljómsveitin heitir eftir Sigurbjarti Sturlu en hann segir þó alla liðsmenn hennar jafnmikilvæga. „Í grunninn er þetta samstarfsverkefni og við erum allir alveg jafnómissandi að því leyti.“

Sturla Atlas hefur þó ekki einungis gefið út tónlist heldur einnig ýmsan varning. „Við lögðum upp með það í byrjun að vera með óhefðbundnar útgáfur af varningi. Við erum með fáránlega gott teymi með okkur, Kjartan Hreinsson og Sigga Odds, sem sjá um að hanna fyrir okkur logo og flíkurnar.“ Sigurbjartur segir varninginn hafa selst vel og hafi bætt við ímynd hljómsveitarinnar. Framtíðin er björt hjá Sturla Atlas sem er hljómsveit sem er komin til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson