Adele hneykslaði á Glastonbury

Adele blótaði alls 33 sinnum á tónleikunum á laugardaginn.
Adele blótaði alls 33 sinnum á tónleikunum á laugardaginn. AFP

Adele kom fram á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. Tónleikar stjörnunnar voru minnisstæðir fyrir ýmsar sakir, og ekki eingöngu vegna stórbrotinnar söngraddar dívunnar.

Adele er þekkt fyrir mikinn stólpakjaft, en hún blótaði 33 sinnum á tónleikunum, sem stóðu yfir í 90 mínútur. Þrátt fyrir að hafa verið vöruð við af sjónvarpsstöðinni BBC, sem sendi beint frá tónleikunum.

„Vitið þið hvað ég er rokkuð? Ekki sérlega, en BBC varaði mig þó við vegna strigakjaftsins áður en ég steig á svið. Ég er viss um að Muse fékk engar slíkar athugasemdir,“ sagði söngkonan á laugardaginn, áður en hún hóf upp raust sína.

Ekki einungis þótti söngkonan blóta mikið, því hún sætti líka gagnrýni fyrir að hafa kallað aðdáanda á svið og ropað framan í hann líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson