„Ég vildi brjóstastækkun... ég vildi minnka rassinn“

Chloë Grace Moretz í náttúrugarðinum High Line í New York.
Chloë Grace Moretz í náttúrugarðinum High Line í New York. AFP

Leikkonan unga, Chloë Grace Moretz, er mikill talsmaður þess að vera sáttur í eigin skinni. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Fyrir aðeins nokkrum árum var hún tilbúin að leggjast undir hnífinn og láta breyta ýmsu í útliti sínu. Á þeim tíma var hún mjög óörugg með sjálfa sig.

Í nýju viðtali við Elle Magazine ræðir Moretz af einlægni um hvernig hún reyndi að sættast við sjálfa sig og sitt útlit í heimi fræga fólksins þar sem bjagaðar útlitskröfur hafa mikil áhrif. Í dag vill hún vera aðdáendum sínum góð fyrirmynd.

„Þegar ég var sextán ára þá vildi ég fara í brjóstastækkun,“ segir hún. „Ég vildi láta taka fitu sem mér fannst vera undir hökunni á mér. Ég vildi láta minnka á mér rassinn, og bara hvað sem er. En mamma mín sagði: „Kemur ekki til greina, þú mátt ekki fara í lýtaaðgerðir.“ Og af því að hún sagði það þá óx sjálfstraust mitt. Ég er eins og ég er.“

Moretz berst nú daglega fyrir því að konur verði sáttar við sjálfar sig og láti ekki óraunhæfar útlitskröfur hafa áhrif á sig. Hún segir að ungar konur séu undir miklum þrýstingi hvað þetta varðar. Hún dregur því upp hversdagslega mynd af sér á samfélagsmiðlum, þar sem hún sýnir sitt raunverulega, og rétta, andlit.

„Ég set ekki myndir á Instagram þar sem ég hef breytt andlitinu á mér með aðstoð tækninnar og ég set ekki myndir af mér þar sem ég er með tonn af farða framan í mér. Ég vil vera eins náttúruleg og ég get.“

Hér getur þú fylgst með henni á Instagram

En Moretz vill líka segja frá því hvað það kostar að vera stöðugt í sviðsljósinu. Hvað það er mikil fyrirhöfn að líta út eins og hún gerir á rauða dreglinum. Að það kosti sitt að komast í það form sem krafist er af henni. Henni finnst mikilvægt að fólk átti sig á að hún og fleiri frægar konur séu ekki „fæddar svona“, með fullkomið hár og líkama. 

„Já, ég hef látið setja í mig hárlengingar. Og já, ástæðan fyrir því að líkami minn er stæltur er að ég æfi sjö sinnum í viku. Já, ég borða mjög hollan og hreinan mat, þó að ég vilji það ekki alltaf, og já, ég svindla svo sannarlega! Ég er ekki fædd svona. Stundum þarf maður að berjast fyrir hlutum sem maður vill, en vera um leið ánægður með hvernig maður er. Það er mjög erfitt að finna þetta jafnvægi en það er engu að síður það sem ég vil reyna að sýna ungum konum.“

Out here in Westminster with Hillary today! California better Get out there on Tuesday to vote for her !!!!!

A photo posted by Chloe Grace Moretz (@chloegmoretz) on Jun 3, 2016 at 3:08pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant