Björk í beinni frá Japan

Björk opnar sýninguna Björk Digital í Japan.
Björk opnar sýninguna Björk Digital í Japan.

Í byrjun mánaðarins var sett upp í Ástralíu sýning helguð síðustu breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura. Á sýningunni, sem nefnist Björk Digital, bauð hún gestum að stíga inn í sýndarveruleika sem byggist á Vulnicura.

Nú hefur sýningin verið sett upp í Tókýó og af því tilefni flytur Björk lagið Quicksand af Vulnicura í beinni sýndarveruleikaútsendingu á netinu, en samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum útsendingarinnar, Mirakan vísinda- og nýsköpunarsafninu, verður þetta í fyrsta sinn sem slíkur 360 gráðu sýndarveruleikaviðburður er sendur út á netinu.

Björk klæðist sérstakri þrívíddarprentaðri grímu við flutninginn sem er úr smiðju sérfræðinga MIT-háskólans vestan hafs.

Hægt er að sjá útsendinguna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson