Sænsks milljarðamærings saknað

Christer Ericsson.
Christer Ericsson. Mynd/JCE-group

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því á mánudaginn að mannlaus bátur hefði fundist fljótandi stjórnlaus um hafið fyrir utan Gautaborg. Nú greina fjölmiðlar frá því að maðurinn, sem talinn er hafa verið um borð, sé sænski frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Christer Ericsson.

Á mánudag fundust veiðarfæri í sjónum umhverfis bátinn. Óttaðist landhelgisgæslan að sá sem hafði verið um borð hefði fallið frá borði. Lögreglan segir í samtali við Göteborgs-Posten að líklegast sé um óhapp að ræða.

Fjölskylda Ericssons hefur sent frá sér tilkynningu en hann hefur ekki skilað sér aftur í land eftir að hann hélt út á haf í gær. Segir fjölskyldan að Ericssons sé saknað og að með hverri mínútu sem líði, sé ólíklegra að hann finnist á lífi.

Ericsson, sem er 74 ára gamall, efnaðist á fyrirtæki sínu sem byggði íbúðir úti á hafi fyrir starfsmenn í olíuiðnaði. Síðar hefur hann einbeitt sér að fjárfestingum, meðal annars í olíu, jarðgasi, tölvufyrirtækjum, skógrækt og orkuiðnaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant