Ákærður vegna kynþáttaníðs

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne.
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne. AFP

Paul Gascoigne þarf að mæta fyrir dómstóla í Bretlandi í september út af ákæru vegna ummæla sem hann viðhafði í nóvember á síðasta ári.

Á sýningunni sinni An Evening With Gazza í Wolverhampton í fyrra, á hann að hafa hreytt kynþáttaníði að dyraverði sem starfaði á skemmtistaðnum þar sem sýningin fór fram.

Gascoigne mætti til skýrslutöku í Dudley Magistrates Court í dag þar sem hann sagðist vera saklaus af ákærunni. Fer því fram dómsmál og hefst aðalmeðferðin hinn 19. september.

Gascoigne er fyrrverandi leikmaður meðal annars Tottenham og Lazio. Hann hefur í mörg ár glímt við eiturlyfja- og áfengisfíkn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson