Vildi líkjast Harry Potter

Margot Robbie kunni vel að meta bækurnar um galdrastrákinn knáa.
Margot Robbie kunni vel að meta bækurnar um galdrastrákinn knáa. AFP

Leikkonan Margot Robbie greindi frá því á dögunum að hún hefði verið svo hugfangin af bókunum um Harry Potter að hún hefði logið til um sjónina og fengið sér gleraugu til að líkjast galdrastráknum knáa.

Leikkonan er með fullkomna sjón, og þurfti því ekkert á gleraugunum að halda, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Ég læt fara vel um mig í rúminu, er að drekka tebolla og lesa Harry Potter. Ég er með spangir, sem ég var með í tvö ár. Ég var mikið fyrir að sleikja aftur á mér hárið, guð má vita af hverju. Og ég var með gleraugu, sem ég þurfti í raun og veru ekki á að halda,“ sagði leikkonan um ljósmynd af henni, sem tekin var þegar hún var 13 ára.

„Ég var með fullkomna sjón, en ég laug til að fá gleraugu svo ég gæti líkst Harry Potter. Þetta voru ekki einu sinni flott gleraugu. Þetta voru ljót gleraugu,“ viðurkenndi leikkonan.

Robbie virðist ekki hafa komist yfir ást sína á ævintýrahetjum, en hún fer með hlutverk í kvikmyndunum Suicide Squad og The Legend of Tarzan sem báðar verða frumsýndar í sumar.

Leikkonan greindi frá hrifningu sinni á Harry Potter í spjallþætti …
Leikkonan greindi frá hrifningu sinni á Harry Potter í spjallþætti Jimmy Kimmel. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson